María Krista er þekkt fyrir gómsætar uppskriftir og girnilega ketó rétti sem slegið hafa í gegn hjá landanum.
Jarðaberja jógúrtpinnar
Hráefni:
Ein askja af íslenskum jarðaberjum
3 -4 kúfaðar msk grískjógúrt, einnig hægt að nota kókosjógúrt.
2-3 msk af jarðaberjadufti
1 plata af dökku súkkulaði
1 tsk kókosolía
Jarðaberjakurl til að skreyta
Aðferð:
Skerið jarðaberin í litla bita.
Hrærið jarðaberjaduftinu saman við jógúrtið.
Bætið jarðaberjunum út í.
Setjið góðar doppur af blöndunni á smjörpappír.
Stingið pinna eða teskeið í hverja doppu og frystið.
Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna saman oog dýfið pinnunum ofan í að hluta.
Stráið nokkrum frostþurrkuðum jarðaberjum yfir og frystið aftur í nokkrar mín.
„Geggjaður desert, pinni fyrir börnin eða bara nammi namm fyrir þig.“