Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 5. júní 2024 12:01 Davíð Smári Lamude er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01