Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 13:15 Kristján Berg segir: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ vísir/vilhelm Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“ Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“
Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira