Innlent

Sigurður kjörinn vara­for­seti Hæsta­réttar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sigurður Tómas Magnússon
Sigurður Tómas Magnússon vísir/aðsend

Sigurður Tómas Magnússon hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar. Hann mun taka við stöðunni í byrjun ágústmánaðar á þessu ári og er skipaður til ársloka 2026.

Hann tekur þar með við af Ingveldi Einarsdóttur sem mun láta af störfum.

Sigurður, sem er fæddur árið 1960, var skipaður hæstaréttardómari árið 2020.

Þar á undan hafði hann verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt, sérfræðingur lagadeildar Háskólans í Reykjavík, og skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Dómarar við Hæstarétt. Aftari röð: Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Sigurður Tómas Magnússon, Ása Ólafsdóttir. Fremri röð: Ingveldur Einarsdóttir, Benedikt Bogason, Ólafur Börkur Þorvaldsson.Hæstiréttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×