Evans, sem er orðinn 36 ára gamall, sneri aftur til United síðasta sumar eftir að hafa yfirgefið félagið átta árum áður. Hann lék með WBA og Leicester áður en hann sneri aftur til United, þar sem hann hóf feril sinn árið 2006.
Upphaflega fékk Evans aðeins að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil, en fékk eins árs samning við uppeldisfélagið eftir að hafa sannað sig fyrir Erik ten Hag, þjálfara liðsins.
🔴 Manchester United confirm talks are ongoing regarding new deals for both Jonny Evans and Tom Heaton. pic.twitter.com/SUAPOAK4F6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2024
Alls lék hann 30 leiki í öllum keppnum fyrir félagið á nýafstöðnu tímabili og kom meðal annars inn á sem varamaður er Manchester United tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn með sigri gegn nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum FA-bikarsins.