Mætti manni, veitti honum eftirför og réðst svo á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 17:32 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað. Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað. Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað.
Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira