Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2024 12:59 Framkvæmdunum er ætlað að auka öryggi þeirra sem fara ferðir sínar gangandi og hjólandi. Vísir/arnar Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum. Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum.
Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira