„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2024 20:04 Daníel Hjálmtýsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, sem á heiðurinn af verkefninu um „Fróðleiksfúsa“. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja. Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira