Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:45 Rut í rauðum búning Hauka. Haukar Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð. Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Hin 33 ára gamla Rut samdi við silfurlið Olís-deildarinnar til tveggja ára en Haukar töpuðu úrslitaeinvíginu gegn Val í vor. Koma Rutar í lið Hauka gerir liðið þó til alls líklegt á næstu leiktíð. Rut er eins og áður sagði þaulreynd. Hún er uppalin í HK en í tilkynningu Hauka kemur fram að Rut hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki undirstjórn Díönu Guðjónsdóttur sem er í dag þjálfari Hauka ásamt Stefáni Arnarsyni. Frá 2008 til 2014 lék Rut með Holstero og varð EHF-bikarmeistari árið 2013. Frá 2014 til 2016 lék hún með Randers og varð danskur bikarmeistari. Frá 2017 til 2020 lék hún með Esbjerg og varð tvívegis danskur meistari. Hún samdi við KA/Þór árið 2020 og varð þrefaldur meistari með liðinu árið 2021. Alls hefur Rut leikið 115 A-landsleik og skorað í þeim 244 mörk. Þá hún að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu og hefur tvívegis verið valin handknattleikskona ársins. Þegar hún tók sér tímabundið leyfi vegna barnsburðar var hún fyrirliði Íslands. „Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Rut við undirskriftina.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira