Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 21:09 Hildur Björnsdóttir segir að lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra sé til marks um fjármögnunarvanda borgarinnar Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira