Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2024 21:19 Snæ Humadóttir og Agla Björk Kristjánsdóttir eru nemendur í tíunda bekk. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk. Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk.
Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira