Erlent

Fjórir létust í lestar­slysi í Tékk­landi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikil mildi þykir að ekki fór verr.
Mikil mildi þykir að ekki fór verr. epa

Fjórir eru látnir og 26 eru slasaðir eftir að tvær lestir skullu saman skammt frá bænum Pardubice í Tékklandi. Um 300 farþegar voru innanborðs í annarri lestinni sem var á leið frá Prag til Úkraínu í gærkvöldi. 

Farþegalestin skall á flutningalest en tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu. Viðbragðsaðilar staðfestu það í nótt að fjórir hefðu látið lífið í slysinu. Enn er unnið að því að bera kennsl á alla farþega sem skráðir voru á farþegalista lestarinnar.

Einn vagn farþegalesarinnar fór út af sporinu.epa

Innviðaráðherra Tékklands Vit Rakusan tjáði fjölmiðlum að flest meiðsli farþega væru væg og að unnið væri að flutningi allra farþega með rútum. 

Lestin var á leið frá Prag til úkraínsku borgarinnar Chop, skammt frá landamærum Úkraínu og Slóvakíu. Miklar tafir verða á lestarkerfinu í dag vegna rannsóknar á slysinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×