Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 11:21 Rex Heuermann verður nú ákærður fyrir að hafa orðið sex konum að bana. Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. Ákæra verður gefin út í dag í máli Heuermann en hann er nú sakaður um að hafa orðið sex konum að bana. Eins og greint hefur verið frá var Heuermann áður ákærður fyrir fjögur manndráp en líkamsleifar allra kvennanna fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduð allar vændi en Heurmann hefur alfarið neitað sök í málinu. Viðarklæddir veggir í kjallaranum fjarlægðir Heimildir News 12 herma einnig að viðarklæddir veggir í kjallara á heimili Heuermann og Ásu Guðbjargar Ellerup, eiginkonu Heuermann, hafi verið fjarlægðir í nýlegri heimilisleit af rannsakendum á vettvangi. Ekki kemur fram hvort eitthvað hafi fundist á bak við vegginn en Ása hefur áður sagt í yfirlýsingu að hún ætli að leyfa eiginmanni sínum að njóta vafans. Nýja ákæran gegn Heuermann kemur í kjölfarið af heimilisleit lögreglu. Fyrrum lögreglumaður á svæðinu sagði í samtali við News 12 að fólk eigi eftir að fá áfall þegar ákæran verður gefin út. „Þetta á eftir að verða átakanlegt. Ég held að þetta muni verða eitt stærsta raðmorðingjamál í sögu Bandaríkjanna,“ sagði fyrrum lögreglumaðurinn. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ákæra verður gefin út í dag í máli Heuermann en hann er nú sakaður um að hafa orðið sex konum að bana. Eins og greint hefur verið frá var Heuermann áður ákærður fyrir fjögur manndráp en líkamsleifar allra kvennanna fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduð allar vændi en Heurmann hefur alfarið neitað sök í málinu. Viðarklæddir veggir í kjallaranum fjarlægðir Heimildir News 12 herma einnig að viðarklæddir veggir í kjallara á heimili Heuermann og Ásu Guðbjargar Ellerup, eiginkonu Heuermann, hafi verið fjarlægðir í nýlegri heimilisleit af rannsakendum á vettvangi. Ekki kemur fram hvort eitthvað hafi fundist á bak við vegginn en Ása hefur áður sagt í yfirlýsingu að hún ætli að leyfa eiginmanni sínum að njóta vafans. Nýja ákæran gegn Heuermann kemur í kjölfarið af heimilisleit lögreglu. Fyrrum lögreglumaður á svæðinu sagði í samtali við News 12 að fólk eigi eftir að fá áfall þegar ákæran verður gefin út. „Þetta á eftir að verða átakanlegt. Ég held að þetta muni verða eitt stærsta raðmorðingjamál í sögu Bandaríkjanna,“ sagði fyrrum lögreglumaðurinn.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41