Framsýn farsæld Tinna Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 11:00 Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun