Innlent

Von á á­kvörðun um hval­veiðar og lítil sam­keppni á raftækjamarkaði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um þingstörfin en matvælaráðherra segir brátt von á ákvörðun um hvalveiðar í sumar.

Þá fjöllum við um nýja verðkönnun sem ASÍ gerði á raftækja markaði. Verkefnastjóri segir að svo virðist sem samkeppni hafi verið slegið á frest í þeim geira.

Einnig fræðumst við um Evrópustyrki til lítilla fyrirtækja á landsbyggðinni og tökum stöðuna á Seyðisfirði þar sem óveðrið sem gengið hefur yfir hefur sett strik í reikninginn.

Og í íþróttapakka dagsins verður hitað upp fyrir vináttulandsleikinn gegn Englendingum sem fram fer á Wembley á morgun.

Klippa: Hádegisfréttir 6. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×