Innlent

Eldur í í­búð í Kóngs­bakka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Allar stöðvar voru kallaðar út.
Allar stöðvar voru kallaðar út. vísir

Eldur kom upp í íbúð í Kóngsbakka í Breiðholti fyrir skömmu. Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. 

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Hann segir eldinn staðbundinn við eina íbúð. 

„Við erum að hefja aðgerðir,“ segir Lárus sem gat ekki veitt frekari upplýsingar að sinni. 

Uppfært klukkan 08:47:

Töluverður eldur myndaðist í íbúð á fyrstu hæð blokkar í Kóngsbakka, sem slökkvilið hefur nú slökkt.

„Nú erum við að reykræsta og koma fólki út, þar sem reykur var kominn fram á stigagang.“

Enginn var í íbúðinni en tilkynning barst frá íbúa í nágrenninu klukkan 8:05.

Of snemmt er að segja til hvað hafi orsakað eldinn, að sögn Lárusar.  

Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×