Álag í íslenskum grunnskólum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:01 Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryndís Haraldsdóttir Grunnskólar Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár. Þegar litið er til kennara með kennsluréttindi voru 11,8% þeirra sem voru við kennslu haustið 2021 ekki við kennslu haustið 2022. Tölurnar sýna bersýnilega að fjölgun kennara hefur ekki verið í takti við fjölgun nemenda, þvert á móti fari kennurum fækkandi milli ára. Af því má álykta að kennarar hafi á undanförnum árum fælst úr starfi sökum aukins álags fremur en annað. Skjótra úrbóta er þörf Fjölgun barna af erlendum uppruna á stuttum tíma hefur valdið verulegu álagi á grunnskóla landsins, kennara og annað starfsfólk skólanna. Þeir hafa reynt að mæta þróuninni eftir besta megni og hefur stjórnendum og kennurum skóla verið keppikefli að taka vel á móti þeim nemendum sem hingað koma erlendis frá, sem oft eru í viðkvæmri stöðu og standa höllum fæti. Þrátt fyrir mikla aðlögunarhæfni og góðan vilja gagnvart nýjum áskorunum á þessu sviði hafa kennarar á undanförnum misserum kvaðst vera að sligast undan álagi og telja þeir að sérhæfðari og samræmdari úrræði vanti fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma kennara við almenn kennslustörf snúi að móttöku barna sem séu að fóta sig í íslensku skólakerfi. Ljóst er að skjótra úrbóta er þörf og því hefur undirrituð ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að samhliða markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda verði sett á fót þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna. Um er að ræða móttökuskóla. Bregðumst við ákallinu með móttökuskólum Hér á landi eru ekki reknir eiginlegir móttökuskólar þó svo að móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna séu að finna í einhverjum grunnskólum. Það hefur þó verið gert í einhverjum mæli á Norðurlöndunum með góðum árangri. Með þekkingarsetri líkt og lagt er er til að verði sett á fót með þingsályktunartillögunni yrði sértækt umhverfi undirbúningsnáms innflytjenda bætt stórlega sem myndi stuðla að hraðari og samræmdari inngildingu barna af erlendum uppruna yfir allt landið. Þekkingarsetrinu fylgi fullt fjármagn en rekstur geti verði í höndum sjálfstæðs aðila. Hugsunin að baki slíku þekkingarsetri er sú að börn hljóti sérhæfða og samræmda kennslu í íslensku með það fyrir augum að byggja undir nám í almennum grunnskólum og það geti þá hraðað því að erlend börn nái fyrr færni og getu til þess að takast á við námsefni sem kennt er á íslensku. Undirstrikað er að það skuli ávallt vera meginmarkmið að barn nái sem allra fyrst þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að geta innritast í bekk í sínum heimaskóla og hafi þannig sömu raunverulegu tækifæri til náms og innfædd börn á sama aldri. Undirrituð vonast til að samhliða því að mælt verði fyrir málinu á Alþingi skapist góðar umræður um skref sem þessi sem myndu undirbúa nemendur af erlendum uppruna á grunnskólastigi til þess að takast á við þær áskoranir sem felast í almennu námi eins skjótt og kostur er en gefi jafnframt kennurum í grunnskólum landsins aukið svigrúm til þess að takast á við aðrar áskoranir í því mikilvæga starfi sem þau sinna á hverjum degi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar