Innlent

Bjarg­ráð fyrir bændur og ó­sáttir trillukarlar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann Bændasamtaka Íslands um það tjón sem bændur á Norður- og Austurlandi eru að verða fyrir í kuldatíðinni sem nú gengur yfir.

Við heyrum einnig í matvælaráðherra sem segir ljóst að stjórnvöld verði að koma bændum til bjargar. 

Þá spyrjum við Svandísi Svavarsdóttur að því hvort hún ætli að sækjast eftir embætti formanns VG en fundað verður um það síðar í dag hvort flýta skuli landsfundi flokksins. 

Einnig heyrum við hljóðið í strandveiðimönnum sem er heldur þungt um þessar mundir en þeir krefjast þess að fá að veiða meira. 

Í íþróttapakka dagsins er það að sjálfsögðu landsleikurinn við England sem verður fyrirferðarmestur en hann fer fram í kvöld á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×