Írar kjósa til Evrópuþings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 12:07 Michael D. Higgins, forseti Írlands, greiddi atkvæði í Dyflinni í dag. AP/Niall Carson Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn. Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn.
Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33