Markaðsbrestur tilfinninga Þórhallur Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu. Í hvert sinn sem fréttir af stýrivaxtaaðgerðum Seðlabankans er útvarpað, missa margir Íslendingar sig vegna þess að of lítið er gert og of seint og íþyngjandi fasteignarlán standa í besta falli í stað. Kjör okkar hafa verið skert og fólk hikar ekki við að tjá sig í kjölfarið á samfélagsmiðlum og lætur í ljós tilfinningar sem ná yfir öll möguleg stig reiði og vonbrigða. Þegar Seðlabankastjóri hefur talað er afleiðingin ekki bara að stýrivextir standa í stað heldur er enginn markaðsbrestur hvað varðar tilfinningar almennings, fremur ofgnótt. Íslendingar hafa undirritað stofnskrá og viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 en samkvæmt yfirlýsingunni telst það þjóðarmorð að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans; beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum og flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps. Þegar ofangreind málsgrein er lesinn þá hugsar maður ósjálfrátt til Gaza og hvernig hermenn Ísraels eru markvist að drepa konur og börn ásamt því að eyðileggja alla innvið og þar með möguleika fólksins á Gaza til menntunar, til heilbrigðisþjónusta, til barneigna, til þess að vera sjálfbjarga, ásamt því að stökkva rúmlega tveimur milljónum manna, kvenna og barna, á flótta. Í reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn alvarlegum mannréttindabrotum nr. 466/2021 er teiknaður upp rammi fyrir markvissar þvingunaraðgerðir til þess að bregðast við alvarlegum mannréttindabrotum á heimsvísu. Þvingunaraðgerðir á grundvelli þessarar reglugerðar eru lagðar á vegna eftirfarandi alvarlegra mannréttindabrota: þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Ríkisstjórn Íslands hefur því lög og reglugerð til þess að meta hvað er þjóðarmorð, hvað eru glæpir gegn mannúð og hvernig á að bregðast við þeim. Þessi lög og reglugerðir eru jafn skýrar og auðtúlkaðar og lög um Seðlabanka Íslands nr.92/2019. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar kemur að því hvort að lánin okkar eigi að hækka um 0,5% eða 0,25% þá gerist ekkert þegar kemur að því að verja ofbeldi gegn íbúum Gaza. Það er eins og ríkisstjórn Íslands sé haldin mannúðarþreytu (óljóst hugtak sem gæti náð yfir það að samfélagsmiðlar hafa frá upphafi átaka á Gaza úðað yfir okkur hryllingnum; foreldrum með limlest börn á hlaupum i skjól, aflimanir, sprengingar, fjöldagrafir) í svo miklum mæli að með tímanum hafi ríkistjórnin hætt að taka eftir eymdinni og miskunnarleysinu. Er þá e.t.v. hægt að tala um að það hafi orðið markaðsbrestur í samúð? Að það hafi orðið markaðsbrestur í mannúð? Yrði markaðsbrestur á einhverjum samgæðum okkar eins og t.d. raforku, ufsa, berjum til sultugerðar, beitilendi, og svo sem hverjum öðrum gæðum sem þjóðinni tilheyra, þá yrði brugðist við með inngripi af hálfu hins opinbera: Lög yrðu sett. Reglugerðir yrðu uppfærðar. Komið á kvóta, nefnd á vegum alþingis stofnuð, eftirlitsstofnun bætt við og Seðlabankastjóri héldi fréttamannafund og útskýrði hvers vegna það yrði að hækka stýrivexti, hvers vegna það þyrfti að gæta aðhalds. Við kæmumst í gegnum brestinn með því að herða sultarólina. Þegar það verður markaðsbrestur i hjörtum okkar, þegar tilfinningar meirihluta íslendinga bresta vegna gengisfellingu mannslífa og mannréttinda á Gaza, þá forðast ríkið að vera með inngrip; þá leiðir hið opinbera hjá sér allar greinarnar sem skrifaðar eru gegn þjóðarmorðum á Gaza; alla samstöðufundina sem haldnir eru, allar blysfarirnar sem farnar eru og kröfurnar um tafalaus afskipti í nafni mannúðar. Þá eru engin inngrip. Bara þögn. Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun