Meinsemdir á vinnumarkaði Bergvin Eyþórsson skrifar 7. júní 2024 17:30 Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar