Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:30 Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar