Færeyskir atvinnurekendur segjast hafðir að spotti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 11:57 Félag færeyskra atvinnurekenda segir verkalýðsfélögin skorta samningsvilja. Getty/Maja Hitij Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Færeyjar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna.
Færeyjar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira