Séreign er ekki það sama og séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 08:01 Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun