19 ára stelpa á Selfossi útskrifuð sem vélvirki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 08:04 Vigdís Jóna Árnadóttir vélvirki á Selfossi en hún var að útskrifast úr því námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson 19 ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sjóða saman hluti eða berja saman ýmsa hluti, en hún er fyrsti kvenkynsnemandinn við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að útskrifast sem vélvirki. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira