Sport

Alls konar veðra­brigði vel heppnaður Hengill Ultra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alls tóku 1.301 keppandi þátt í Hengli Ultra.
Alls tóku 1.301 keppandi þátt í Hengli Ultra. Magnús Stefán Magnússon

Hengill Ultra fór fram í Hveragerði um helgina. Aðstæður voru krefjandi en mótið þótti heppnast vel.

Alls voru 1.425 keppendur skráðir í Hengil Ultra í ár og 1.301 keppandi mætti leiks. Í ár tóku 153 erlendir hlauparar frá 32 mismunandi þjóðlöndum þátt í mótinu.

Friðrik Benediktsson hrósaði sigraði í 106 km hlaupinu en hann kom í mark rétt fyrir 9:00 í gærmorgun á tímanum 14:36. Ester María Ólafs vann sigur í kvennaflokki. Í 2. sæti karlamegin var Senan Oesch frá Swiss en þar á eftir komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti Ómarsson saman í mark. Hlaupið hófst klukkan 18:00 á föstudagskvöld. Fjórtán af 21 keppanda kláraði hlaupið.

Grétar Örn Guðmundsson sigraði Hengil Ultra 53 km á tímanum 04:28. Í 2. sæti varð Chema Martínez frá Spáni. Hann er fyrrum Evrópumeistari í tíu þúsund metra hlaupi og var sérstakur heiðursgestur mótsins. Í 3. sæti var svo Egill Gunnarson. Í kvennaflokki kom Sif Árnadóttir fyrst í mark á tímanum 05:16. Í 2. sæti var Helga Fabian og í því þriðja Noëmi Löw frá Sviss.

Búi Steinn Kárason sigraði 26 km Hengil á tímanum 1:46 og á eftir honum kom Daninn Andreas Dam og í 3. sæti varð Atli Sveinbjörnsson. Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst kvenna í mark. Steinunn Lilja Pétursdóttir varð í 2. sæti og í því þriðja Hildur Aðalsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×