Innlent

Björguðu manni sem lenti í sjálf­heldu á Fimm­vörðu­hálsi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn rann og lenti í sjálfheldu á Heljarkambi.
Maðurinn rann og lenti í sjálfheldu á Heljarkambi. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna manns sem lenti í sjálfheldu á Heljarkambi á Fimmvörðuhálsi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið hafa komið á borð Landhelgisgæslunnar stuttu eftir klukkan tvö í dag og þyrlur Landhelgisgæslunnar voru komnar á vettvang upp úr fjögur til að bjarga manninum.

Maðurinn hlaut minniháttar meiðsli en enginn leið var að manninum en með þyrlu.

Maðurinn er um borð í þyrlunni á leið á öruggan áfangastað.Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×