Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 20:20 Maðurinn flutti fíkniefnin í ferðatösku. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira