Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2024 21:00 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís. Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís.
Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira