Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 19:23 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til kosninga. Vísir/EPA Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00