„Ætlum að byggja upp til framtíðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 11. júní 2024 10:30 Aðalsteinn er nýráðinn yfirmaður handknattleiksmála og aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi. vísir / sigurjón Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er fluttur heim til Íslands eftir tæplega tveggja áratuga dvöl erlendis til að taka við liði Víkings. Aðalsteinn er gríðarlega reynslumikill og hefur undanfarin átján ár stýrt liðum í efstu deildum Þýskalands og Sviss. Hann tekur við nú starfi aðalþjálfara meistaraflokks karla hjá Víkingi sem og hann verður yfirmaður handknattleiksmála. „Hlakka til að takast á við nýtt verkefni. Skemmtilegt að koma í gróskuríkt félag eins og Víking. Ég sé fyrst og fremst tækifæri fyrir Víking á þessu svæði sem Víkingur er, bæði hérna niðri í Fossvogi og svo þetta gamla Fram hverfi.“ „Hér hafa orðið til margir af okkar fremstu handboltamönnum í gegnum tíðina, bæði karla og kvennaflokki. Ég tel afskaplega mikilvægt fyrir handboltann í heild sinni að hér sé gott starf og að við höldum áfram að rækta þennan akur sem þessi hverfi hafa boðið handboltanum í gegnum tíðina.“ Það er ákveðið stökk að fara frá stórum atvinnumannaklúbbum erlendis og taka við liði í næstefstu deild á Íslandi. „Ég ætla að koma inn með ákveðið skipulag og ákveðinn aga. Ætla að vinna hlutina svolítið eins og ég er vanur að gera þá. Ætla að reyna fá fólk með mér og það hefur verið rauður þráður í okkar samtali, Víkings og mín, að virkja þann mannauð sem er í félaginu.“ Stefna Aðalsteins er skýr og mun hann vinna eftir sama skipulagi og hann hefur alltaf gert. „Það er að bæta einstaklinginn, koma með ákveðna hugmyndafræði og ákveðinn skóla sem maður vill framfylgja. Vinna í því að bæta leikmenn og liðið sjálft, ætlum að byggja upp til framtíðar og vitum að það er mikið verk framundan. Ætlum að byrja á hugmyndafræðinni og búa til ákveðinn skóla sem ég tel vera líklegan til árangurs,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Handbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Aðalsteinn er gríðarlega reynslumikill og hefur undanfarin átján ár stýrt liðum í efstu deildum Þýskalands og Sviss. Hann tekur við nú starfi aðalþjálfara meistaraflokks karla hjá Víkingi sem og hann verður yfirmaður handknattleiksmála. „Hlakka til að takast á við nýtt verkefni. Skemmtilegt að koma í gróskuríkt félag eins og Víking. Ég sé fyrst og fremst tækifæri fyrir Víking á þessu svæði sem Víkingur er, bæði hérna niðri í Fossvogi og svo þetta gamla Fram hverfi.“ „Hér hafa orðið til margir af okkar fremstu handboltamönnum í gegnum tíðina, bæði karla og kvennaflokki. Ég tel afskaplega mikilvægt fyrir handboltann í heild sinni að hér sé gott starf og að við höldum áfram að rækta þennan akur sem þessi hverfi hafa boðið handboltanum í gegnum tíðina.“ Það er ákveðið stökk að fara frá stórum atvinnumannaklúbbum erlendis og taka við liði í næstefstu deild á Íslandi. „Ég ætla að koma inn með ákveðið skipulag og ákveðinn aga. Ætla að vinna hlutina svolítið eins og ég er vanur að gera þá. Ætla að reyna fá fólk með mér og það hefur verið rauður þráður í okkar samtali, Víkings og mín, að virkja þann mannauð sem er í félaginu.“ Stefna Aðalsteins er skýr og mun hann vinna eftir sama skipulagi og hann hefur alltaf gert. „Það er að bæta einstaklinginn, koma með ákveðna hugmyndafræði og ákveðinn skóla sem maður vill framfylgja. Vinna í því að bæta leikmenn og liðið sjálft, ætlum að byggja upp til framtíðar og vitum að það er mikið verk framundan. Ætlum að byrja á hugmyndafræðinni og búa til ákveðinn skóla sem ég tel vera líklegan til árangurs,“ sagði Aðalsteinn að endingu.
Handbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira