Skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 09:01 Norðurkóresk (í fjarska) og suðurkóresk landamærastöð við landamæri ríkjanna við Paju í Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Suðurkóreskir hermenn skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru óvart yfir landamærin á sunnudag. Norðanmennirnir hörfuðu strax en sunnanmenn segja að þeir hafi farið yfir landaærin með tæki og tól. Uppákoman átti sér stað upp úr hádegi á sunnudag, að sögn suðurkóreska hersins. Lítill hópur norðurkóreskra hermanna hafi þá farið yfir landamærin inn á suðurkóreskt yfirráðasvæði. Suðurkóreski herinn segir að norðanmennirnir hafi farið yfir landamærin fyrir mistök, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fyrir innan er gróðurinn úr sér vaxinn og landamærastikur sjást ekki. Það eru engir slóðar og þeir óðu í gegnum lággróðurinn,“ segir suðurkóreski herinn. Aukin spenna hefur verið í samskiptum norðurs og suðurs upp á síðkastið. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sleit öllum viðræðum um friðsamlega sameiningu suðurs og norðurs og sakaði sunnanmenn um andúð á norðanmönnum í desember. Undanfarið hafa norðanmenn sent hundruð loftbelgja með rusli yfir landamærabæi í suðrinu. Stjórnvöld í Seúl hafa svarað með því að básúna áróðri og popptónlist yfir landamærin með hátölurum. Þá hafa einstaklingar sent loftbelgi með áróðri yfir landamærin. Systir Kim Jong-un hótaði því að stjórnvöld í Pjongjang gripu til frekari aðgerða linnti áróðursherferð sunnanmanna ekki í gær. Suður-Kórea Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Uppákoman átti sér stað upp úr hádegi á sunnudag, að sögn suðurkóreska hersins. Lítill hópur norðurkóreskra hermanna hafi þá farið yfir landamærin inn á suðurkóreskt yfirráðasvæði. Suðurkóreski herinn segir að norðanmennirnir hafi farið yfir landamærin fyrir mistök, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fyrir innan er gróðurinn úr sér vaxinn og landamærastikur sjást ekki. Það eru engir slóðar og þeir óðu í gegnum lággróðurinn,“ segir suðurkóreski herinn. Aukin spenna hefur verið í samskiptum norðurs og suðurs upp á síðkastið. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sleit öllum viðræðum um friðsamlega sameiningu suðurs og norðurs og sakaði sunnanmenn um andúð á norðanmönnum í desember. Undanfarið hafa norðanmenn sent hundruð loftbelgja með rusli yfir landamærabæi í suðrinu. Stjórnvöld í Seúl hafa svarað með því að básúna áróðri og popptónlist yfir landamærin með hátölurum. Þá hafa einstaklingar sent loftbelgi með áróðri yfir landamærin. Systir Kim Jong-un hótaði því að stjórnvöld í Pjongjang gripu til frekari aðgerða linnti áróðursherferð sunnanmanna ekki í gær.
Suður-Kórea Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira