Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Keflavík 5-2 | Blikar í undanúrslit 11. júní 2024 22:07 Breiðablik - Keflavík Mjólkurbikarinn kvenna sumar 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Blikar komust 3-0 yfir eftir átján mínútur og unnu að lokum 5-2 sigur. Breiðablik sóaði engum tíma og braut ísinn strax á annarri mínútu. Góð sókn Blika endaði með að Barbára Sól Gísladóttir renndi boltanum á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var komin í erfiða stöðu en leysti frábærlega úr því með hælspyrnu sem endaði í markinu. Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörkVísir/Pawel Cieslikiewicz Átta mínútum síðar tvöfaldaði Breiðablik forystuna. Írena Héðinsdóttir Gonzalez tók hornspyrnu sem setti Veru Varis, markmann Keflavíkur, í mikil vandræði og boltinn barst til Katrínar sem átti skot í varnarmann og Anna Nurmi var fyrst á boltann og skoraði af stuttu færi. Barbára Sól bætti síðan við þriðja marki Breiðabliks og aftur var Keflavík í miklum vandræðum með hornspyrnur Blika. Írena átti laglega hornspyrnu beint á Barbáru sem var óvölduð í teignum og skoraði með kollspyrnu, Breiðablik - Keflavík Mjólkurbikarinn kvenna sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan í hálfleik var 3-0 Keflavík var ekki á því að kasta inn hvíta handklæðinu heldur minnkuðu gestirnir muninn þegar að tæplega níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Susanna Joy Friedrichs átti skot í varnarmann og boltinn datt beint fyrir Melanie Claire Rendeiro inn í teig sem minnkaði muninn. Telma Ívarsdóttir var í marki Breiðabliks í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Katrín gerði endanlega út um vonir Keflavíkur með marki úr vítaspyrnu. Katrín fiskaði vítið og tók það sjálf þar sem hún skoraði sitt annað mark. Liðin voru ekki hætt heldur komu tvö mörk í uppbótartíma. Fyrst skoraði varamaðurinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fimmta mark Breiðabliks þegar hún komst inn fyrir vörn Keflavíkur og skömmu seinna fengu gestirnir vítaspyrnu. Saorla Lorraine Miller tók vítið og skoraði. Niðurstaðan 5-2 sigur Breiðabliks. Breiðablik - Keflavík Mjólkurbikarinn kvenna sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Breiðablik setti tóninn strax á annarri mínútu þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði með hælspyrnu. Heimakonur fylgdu því eftir og staðan var 3-0 eftir átján mínútur. Stjörnur og skúrkar Katrín Ásbjörnsdóttir hefur aðeins spilað 4 leiki í Bestu deildinni og ekki tekist að skora þar sem hún er að koma sér af stað eftir meiðsli. Katrín fann markaskóna í dag og skilaði tveimur mörkum. Írena Héðinsdóttir Gonzalez var í yfirvinnu við að taka hornspyrnur. Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. Skúrkarnir eru byrjunarliðsmenn Keflavíkur sem voru ekki vakandi í upphafi leiks og fengu mark á sig eftir tvær mínútur. Ekki skánaði leikur Keflvíkinga og Breiðablik var komið í 3-0 eftir átján mínútur. Dómarinn Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leik kvöldsins. Það var nóg að gera hjá Gunnari í kvöld sem dæmdi tvær vítaspyrnur. Í stöðunni 3-1 fékk Breiðablik víti og Keflvíkingar voru ekki sáttir. Í uppbótartíma fengu gestirnir vítaspyrnu þar sem boltinn fór í hendina á varnarmanni Blika. Gunnar Oddur Hafliðason, dæmdi leik kvöldsins.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gunnar Oddur fær 7 í einkunn Stemning og umgjörð Þrátt fyrir gosmóðu í Kópavoginum fyrr í dag sem lokaði Vinnuskóla Kópavogs og hélt leikskólabörnum innandyra var rjómablíða á meðan leik stóð og loftgæðin frábær. Það kom þó á óvart að enginn áhorfandi hafi laumað sér í gömlu stúkuna þar sem sólin snýr í átt að henni. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Keflavík ÍF
Breiðablik tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Blikar komust 3-0 yfir eftir átján mínútur og unnu að lokum 5-2 sigur. Breiðablik sóaði engum tíma og braut ísinn strax á annarri mínútu. Góð sókn Blika endaði með að Barbára Sól Gísladóttir renndi boltanum á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var komin í erfiða stöðu en leysti frábærlega úr því með hælspyrnu sem endaði í markinu. Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörkVísir/Pawel Cieslikiewicz Átta mínútum síðar tvöfaldaði Breiðablik forystuna. Írena Héðinsdóttir Gonzalez tók hornspyrnu sem setti Veru Varis, markmann Keflavíkur, í mikil vandræði og boltinn barst til Katrínar sem átti skot í varnarmann og Anna Nurmi var fyrst á boltann og skoraði af stuttu færi. Barbára Sól bætti síðan við þriðja marki Breiðabliks og aftur var Keflavík í miklum vandræðum með hornspyrnur Blika. Írena átti laglega hornspyrnu beint á Barbáru sem var óvölduð í teignum og skoraði með kollspyrnu, Breiðablik - Keflavík Mjólkurbikarinn kvenna sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan í hálfleik var 3-0 Keflavík var ekki á því að kasta inn hvíta handklæðinu heldur minnkuðu gestirnir muninn þegar að tæplega níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Susanna Joy Friedrichs átti skot í varnarmann og boltinn datt beint fyrir Melanie Claire Rendeiro inn í teig sem minnkaði muninn. Telma Ívarsdóttir var í marki Breiðabliks í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Katrín gerði endanlega út um vonir Keflavíkur með marki úr vítaspyrnu. Katrín fiskaði vítið og tók það sjálf þar sem hún skoraði sitt annað mark. Liðin voru ekki hætt heldur komu tvö mörk í uppbótartíma. Fyrst skoraði varamaðurinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fimmta mark Breiðabliks þegar hún komst inn fyrir vörn Keflavíkur og skömmu seinna fengu gestirnir vítaspyrnu. Saorla Lorraine Miller tók vítið og skoraði. Niðurstaðan 5-2 sigur Breiðabliks. Breiðablik - Keflavík Mjólkurbikarinn kvenna sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Breiðablik setti tóninn strax á annarri mínútu þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði með hælspyrnu. Heimakonur fylgdu því eftir og staðan var 3-0 eftir átján mínútur. Stjörnur og skúrkar Katrín Ásbjörnsdóttir hefur aðeins spilað 4 leiki í Bestu deildinni og ekki tekist að skora þar sem hún er að koma sér af stað eftir meiðsli. Katrín fann markaskóna í dag og skilaði tveimur mörkum. Írena Héðinsdóttir Gonzalez var í yfirvinnu við að taka hornspyrnur. Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. Skúrkarnir eru byrjunarliðsmenn Keflavíkur sem voru ekki vakandi í upphafi leiks og fengu mark á sig eftir tvær mínútur. Ekki skánaði leikur Keflvíkinga og Breiðablik var komið í 3-0 eftir átján mínútur. Dómarinn Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leik kvöldsins. Það var nóg að gera hjá Gunnari í kvöld sem dæmdi tvær vítaspyrnur. Í stöðunni 3-1 fékk Breiðablik víti og Keflvíkingar voru ekki sáttir. Í uppbótartíma fengu gestirnir vítaspyrnu þar sem boltinn fór í hendina á varnarmanni Blika. Gunnar Oddur Hafliðason, dæmdi leik kvöldsins.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gunnar Oddur fær 7 í einkunn Stemning og umgjörð Þrátt fyrir gosmóðu í Kópavoginum fyrr í dag sem lokaði Vinnuskóla Kópavogs og hélt leikskólabörnum innandyra var rjómablíða á meðan leik stóð og loftgæðin frábær. Það kom þó á óvart að enginn áhorfandi hafi laumað sér í gömlu stúkuna þar sem sólin snýr í átt að henni.