Innlent

Vaktin: Bjark­ey gefur grænt ljós á hval­veiðar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tekur ákvörðun um framtíð hvalveiða í dag. 
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tekur ákvörðun um framtíð hvalveiða í dag.  vísir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjarkey kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla.

Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. 

Sextán umsagnir hagaðila bárust matvælaráðuneytinu fyrir helgi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur talið Bjarkeyju skapa ríkinu milljarðatjón með því að draga ákvörðun á langinn og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. segir útséð um að hvalveiðar verði ekki stundaðar í sumar vegna tafa á ákvörðuninni. 

Fréttamaður okkar Bergildur Erla Bernharðsdóttir er mætt á ríkisstjórnarfund og mun ná tali af ráðherrum, að loknum fundi. Sömuleiðis er fylgst með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×