Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júní 2024 11:35 Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira