Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júní 2024 11:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun matvælaráðherra koma of seint. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. „Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira