Röng ákvörðun ráðherra Henry Alexander Henrysson skrifar 11. júní 2024 12:01 Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun