Biden virðir sakadóminn yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 09:01 Hunter Biden með eiginkonu sinni Marissu Cohen Biden (t.h.) og Jill Biden, stjúpmóður sinni og forsetafrú (t.v.), eftir að hann var sakfelldur í gær. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum. Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum.
Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44