Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:40 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. „Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
„Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17