Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 11:22 Meint árás er sögð hafa verið framin við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur
Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira