Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 22:01 Á þessari mynd er Jesús sýndur aðeins eldri en í Bernskuguðspjalli Tómasar þar sem hann er fimm til tólf ára gamall. Getty Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra. Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra.
Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira