Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 14:44 Macron hvatti Frakka til þess að sameinast gegn öfgum á blaðamannafundi þar sem hann réttlætti ákvörðun sína um að boða til þingkosninga í dag. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23