„Sá mikli snjór sem safnaðist upp á svæðinu í síðustu viku er tekinn að bráðna og færð á stígum því óvenjulega slæm miðað við árstíma; gangan einkennist af miklu krapi, djúpum pollum og ótryggum snjóbreiðum,“ segir í tilkynningu í gær.

Í tilkynningu í dag segir að óvíst sé hvenær hægt verður að opna svæðið á ný en hægt sé að fylgjast með stöðu mála á Feisbúkksíðu Jökulsárgljúfurs og á heimasíðu vegagerðarinnar, vegagerdin.is.