Skoðun

Hvers eiga Vest­firðingar að gjalda?

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar.

Fólkið sem býr fyrir vestan hefur ekkert sér til sakar unnið að talað sé um það með þessum hætti.

Á Vestfjörðum búa um 7.200 manns. Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði. Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið.

Til upprifjunar má minna á skýrslu Hagfræðistofnunar um sjókvíaeldi, sem birt var síðastliðinn vetur. Þar kemur fram að undanfarinn áratug, þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað jafnt og þétt. Börnum hefur fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum.

Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu í heild er um 0,2 prósent. Álit Runólfs á þrautseigju fólks fyrir vestan er lítið (ekkert) ef hann telur að það muni leggja svæðið í eyði ef þessi skaðlega stóriðja hverfur á braut.

Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins.




Skoðun

Skoðun

Á­kall um kjark

Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Sjá meira


×