Terzic er 41 árs og tók við þjálfun Dortmund sumarið 2022. Hann hafði áður verið bráðabirgðastjóri félagsins um skammt skeið 2021 og gerði þar Dortmund að bikarmeisturum í Þýskalandi.
Hann var hársbreidd frá því að stýra liðinu til Þýskalandsmeistaratitils síðasta vor en þeir gulklæddu misstigu sig í lokaumferð deildarinnar sem færði Bayern Munchen titilinn.
Dortmund fór þá alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor en laut í lægra haldi fyrir Real Madrid.
Terzic óskaði eftir starfslokum hjá félaginu og hefur Dortmund nú þjálfaraleit.