Hin hljóða millistétt Bjarki Ómarsson skrifar 13. júní 2024 14:30 Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands).
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun