Fótbolti

Knattspyrnusambandið lét Couto dekkja hárið: „Þau sögðu að bleiki liturinn væri heimsku­legur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Skærbleikt hár Couto hefur vakið athygli.
Skærbleikt hár Couto hefur vakið athygli. Ion Alcoba Beitia/Getty Images

Yan Couto, leikmaður Manchester City og brasilíska landsliðsins, segir knattspyrnusambandið þar í landi hafa beðið hann um að fjarlægja bleika litinn úr hárinu.

Couto hefur verið á láni hjá Girona á tímabilinu og vakið athygli, bæði fyrir frábæra spilamennsku og ekki síst bleikan hárlit sem hann hefur skartað svo glæsilega.

Nú skartar hann öllu minna áberandi hárstíl.Tim Warner/Getty Images

En í æfingaleikjum Brasilíu að undanförnu sást að hann hafði litað yfir bleika litinn og gert hárið dökkt.

„Ég var bara beðinn um það, þau sögðu að bleiki liturinn væri heimskulegur. Ég er ekki sammála en ég er ekki að fara að neita beiðninni, er það? Ég geri bara eins og mér er sagt.“

Couto spilaði allt tímabilið með Girona og gerði vel, kom við sögu í 39 leikjum þegar liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar.

„Ég spilaði allan tímann með bleikt hár. Það var mitt val og virkaði fyrir mig, þetta var nett. Kannski var þetta meira fyrir Girona samt, fullt af fólki litar hárið þar þannig að það er tískan. Hérna í landsliðinu, þetta er bara búið. Ég er Yan með svarta hárið,“ sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×