Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 08:15 Athæfi drengjanna, að sparka í útidyrahurðir ókunnugs fólks, er víst vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Getty Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. Fox News fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að athæfið sé vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Táningarnir, sem eru fimmtán ára gamlir piltar, hafa verið handteknir grunaðir um nokkur innbrot. Þeir hafa viðurkennt að hafa sparkað í hurðar fjögurra húsa. Tvær vikur í undanfara handtakanna hafði lögreglan í borginni Spring Hill fengið fjórar tilkynningar um óþekkta einstaklinga sem spörkuðu í útidyrahurðir heimila þeirra, og ollu skaða. Í einhverjum tilfellum hafi hurðir opnast upp á gátt. Watch the latest video at foxnews.com Fox hefur eftir lögreglustjóranum á svæðinu að háttsemi drengjanna hafi verið sérstaklega hættuleg. „Það eru ágætis líkur á að þessir ungur menn hefðu verið skotnir til bana af húsráðendum, sem eiga lagalegan rétt á að verja heimili sín. Ekki nóg með það, hefði það gerst þá hefði húsráðandinn þurft að lifa með því alla ævi að hann hefði drepið tvo táninga sem voru að taka þátt í einhverjum heimskulegum netleik,“ sagði hann. Bandaríkin Erlend sakamál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Fox News fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að athæfið sé vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Táningarnir, sem eru fimmtán ára gamlir piltar, hafa verið handteknir grunaðir um nokkur innbrot. Þeir hafa viðurkennt að hafa sparkað í hurðar fjögurra húsa. Tvær vikur í undanfara handtakanna hafði lögreglan í borginni Spring Hill fengið fjórar tilkynningar um óþekkta einstaklinga sem spörkuðu í útidyrahurðir heimila þeirra, og ollu skaða. Í einhverjum tilfellum hafi hurðir opnast upp á gátt. Watch the latest video at foxnews.com Fox hefur eftir lögreglustjóranum á svæðinu að háttsemi drengjanna hafi verið sérstaklega hættuleg. „Það eru ágætis líkur á að þessir ungur menn hefðu verið skotnir til bana af húsráðendum, sem eiga lagalegan rétt á að verja heimili sín. Ekki nóg með það, hefði það gerst þá hefði húsráðandinn þurft að lifa með því alla ævi að hann hefði drepið tvo táninga sem voru að taka þátt í einhverjum heimskulegum netleik,“ sagði hann.
Bandaríkin Erlend sakamál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira