Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 10:20 Frikki er kominn aftur í partýgírinn. HLYNUR HÓLM/INSTAGRAM @FRIDRIKDOR Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. „Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“ Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira