Innlent

Á­tök á Al­þingi og víkingar taka yfir Hafnar­fjörð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um átök á Alþingi á síðustu dögunum fyrir sumarfrí.

Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantraust á hendur matvælaráðherra vegna hvalamálsins og frumvarp um réttindi leigjenda er enn í nefnd.

Þá fjöllum við um fuglana sem drápust í hretinu sem gekk yfir landið á dögunum en sérfræðingur segir að þeir skipti þúsundum. Líklega hefur allt mófuglavarp misfarist á stóru svæði á landinu.

Einnig fjöllum við um Víkingahátíðina í Hafnarfirði en víkingar allra landa sameinast nú í bænum og koma þeir meðal annars alla leið frá Ástralíu.

Í íþróttapakka dagsins verður að sjálfsögðu hitað upp fyrir EM í fótbolta sem hefst í Þýskalandi í kvöld þegar Þjóðverjar mæta Skotum.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 14. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×